Harðsperrur

Nú eru liðnir 3 dagar síðan við Andri, Kristinn og ég gengum á Esjuna og maður er ennþá með harðsperrur. Þetta kennir manni að teygja almennilega eftir svona áreynslu Tounge. Ég var ekkert að pæla voðalega í að skóa mig vel og var í einhverjum örþunnum sokkum. Enda var ég launaður fyrir það með hælsæri á báðum fótum, þetta á vinstra fætinum það stórt að það hélt mér frá því að fara á toppinn Crying. Ég var þó kominn upp í næstefstu stöðina, átti bara eftir klifrið í klettunum efst á toppnum.

Svo daginn eftir fór ég að rölta í Heiðmörkinni með Andra, sem var heldur þægilegri ganga en bröltið uppá Esjuna. Maður verður að vera duglegur að hreyfa sig eitthvað núna, ná upp smá þoli, það eru bara 7 dagar til stefnu þangað til við förum Laugarveginn. Mig er farið að dauðkvíða yfir að þurfa ganga fyrstu tvær dagleiðirnar á einum degi í því formi sem ég er í núna.

Ég held ég skelli mér uppí Heiðmörk og gangi einn hring á eftir. En fyrst er að fara á Transformers Nexus forsýninguna Grin. Ég skrifa kannski eitthvað um hana á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, við erum bara farnir að koma okkur í form. Það verður gaman að sjá þig í Januar eða Febrúar þegar ég kem aftur heim, vonandi verður þú eins stæltur og eftir fyrsta sumarið þitt á sjó fyrir einhverjum 8-9 árum, nema þú dettir í súkkulaðibitakökurnar í millitíðinni.

Við ætluðum nú alltaf Laugarveginn saman, svo loksins þegar þú getur það þá er ég hinu megin á hnettinum. Ætli það gerist nokkuð úr þessu. Sjáum til, kannski á fertugsafmælinu 2021...

Jæja, kenndi ég unga hafnfirðinginn við rangan mann. Alla vega, Gunnar er saklaus og hamingjuóskir til Tómasar!

Baldur

Baldur (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband