Sumarið planað

Jæja, þá erum við vinirnir eiginlega búnir að plana sumarið.

Sunnudaginn 8. ætlum við að ganga leiðina á milli Voga og Grindavíkur. Síðan verður næsta helgi (14.-15.) tekin í að ganga Laugarveginn aftur. Og svo loksins eftir það ætlum við að ganga Fimmvörðuhálsinn helgina 21.-22.

Þetta verður ekkert smá göngusumar, maður verður að fara að fara út að ganga og koma sér í eitthvað gönguform aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið andskoti geturu nú komið manni á óvart stundum strákfjandi! Ertu ekki bara kominn með bloggsíðu ... og ekkert verið að láta mann vita ... ekki það að maður viti ekki nógu mikið um þig og kannski skuggalega mikið ... en kennaratíminn hefur kennt þér að skrifa texta, held ég hafi aldrei séð neitt eftir þig áður, en mikið djöfulli ertu eins í skriftinni eins og þú hugsar ...

Hérna undir niðri er allt fínt að frétta ... hótelið er æðislegur staður að vinna á, yfirmaður minn er rosalega fínn, læri eitthvað nýtt á hverjum degi.

Svo er ég nú að fara að hugsa um að hringja í þig ... það kostar bara kúk og kanil ... ekki vil ég að þú gleymir gömlum syndum með gömlum syndara og sameiginlegum furðufugli síðan úr grunnskóla!!!

Ætti ég að fá mér bloggsíðu líka til að svala tjáningarþörfinni. Varla, moggabloggið er með nógu mikið af vitleysingum nú þegar, þarf ekki einn í viðbót.

Baldur

Baldur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:41

2 identicon

PS - skilaðu kærri kveðju til Gunnars frá mér með hamingjuóskum um föðurhlutverkið!

Svo er timinn á athugasemdinni rangur, hér í Ástrallíu er GMT+10 svo að klukkan er að verða 20.00. Búinn að sitja hér á internetkaffi í 3 kls til að þurfa að eyða sem minnstum tíma í skítaholunni sem ég bý í ... en flyt á betri stað í næstu viku, með sjónvarpi og DVD spilara meðfylgjandi, þannig að maður sér fram á betri tíð hehe. Svo má sólin fara að sýna sig aftur, búið að vera skýjað núna í 2 vikur. Hitinn, tja, fer allt upp í 26 stig, en no use ef það er engin helv. sól! Það er vetur hérna niðri hehe 

Baldur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: Halldór Ingvi Emilsson

Sæll Baldur, gaman að heyra í þér ^_^. Það er gott að vita að þú ert að njóta þín þarna í Ástralíu og að þú ert ekki að lenda í sama dæmi og í Frakklandi í fyrra

Annars þá er það ekki Gunnar sem var að eignast barn, heldur hann Tómas Þór. Hann og Sonja eru flutt í Hafnarfjörðinn.

Halldór Ingvi Emilsson, 2.7.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband