Fyrsta "alvöru" færslan ;)

Við erum búnir að koma okkur aðeins betur fyrir hérna í nýju íbúðinni minni, ég held ég fari og taki nokkrar myndir og hlaði þeim upp hérna.

Annars finnst mér ég vera að ná betri tökum á vinnunni, þó að mér finnist ég stundum vera að gera frekar lítið þarna síðan ég kláraði bakfærslurnar. En vonandi fer að verða meira að gera hjá mér fljótlega, sem það ætti að gera þar sem ég er að fara að taka við Navision bókhaldinu.

Ég er líka mjög ánægður með sundið á morgnanna, og ég kom sjálfum mér frekar á óvart með það hvað ég er að synda. Maður hefur ekki synt í nokkur ár, og er kominn í mjög slæmt form en ég er búinn að bæta mig um 250 metra á viku.

Svo er ég loksins kominn með mótorhjólið aftur, og kom hjólandi frá Grindavík. Það er líka alveg þetta frábæra veður fyrir að hjóla. Eitthvað annað en hvernig þetta var á Siglufirði Wink. Hrannar bróðir hjálpaði mér með það og skipti um olíusíu fyrir mig. Ég veit ekki hvað ég gerði varðandi bíla og mótorhjólamál án hans Tounge.

 P.S. Umferðastýrð ljós eru heimsk Angry. Þau skynja ekki mótorhjól, svo ég neyddist til að fara yfir á rauðu hérna fyrir neðan lindahverfin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband