Færsluflokkur: Bloggar
11.9.2007 | 20:42
Tilraun til endurvakningar?
Ekki varð mikið úr þessu bloggi hjá mér
Þetta endaði sem hálfgerð leiðarbók fyrir göngurnar sem ég fór í sumar og svo datt ég alveg útúr þessu. En ég ætla að reyna að vekja þetta upp aftur og gera eitthvað meira úr þessu með skólanum. Enda er frá meiru að segja.
Eins og til dæmis Laugarvatnsferðinni síðustu helgi. Hún var alveg geðveik. Og maður kynntist mörgum skólafélögunum þarna. Ég dauðsá eftir að hafa ekki tekið meiri þátt í félagslífinu þegar ég var í Verzló.
Svo held ég að ég noti þetta blogg í leiðarbókaverkefnið fyrir Nám og Kennslu áfangann. En ég veit ekki hvort ég fari að birta þær færslur, það verður bara að koma í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 11:24
Laugarvegurinn
Jæja, þá skulum við sjá hvort ég nái að klára þetta núna.
Gangan var í stuttu máli sagt alveg frábær. Þessi ganga er eitthvað sem allir ættu að gera að minnsta kosti einu sinni.
En að ferðasögunni:
Við byrjuðum á því að hittast heima hjá mér og Stinna um hálf-sex leitið eftir vinnu á fimmtudaginn eftir að hafa dögunum áður í að gera okkur klára og kaupa hluti sem vantaði í ferðina. Síðan lögðum við af stað uppí Landmannalaugar upp úr 6. Ferðin uppeftir var ekkert viðburðarík, utan það að við stoppuðum á KFC á Selfossi að fá okkur að éta og taka bensín. Svo var náttúrulega alveg frábært að keyra slóðana inn að Landmannalaugum . Þegar við vorum svo komnir þangað hófumst við handa við að tjalda, á þessu líka yndislega malartjaldstæði þarna. Það var búið að loka fyrir grashólmana sem við tjölduðum á í hittifyrra. Sjálfur fór ég snemma að sofa til að vera örugglega vel hvíldur fyrir 24 kílómetra gönguna daginn eftir, sem var kannski eins gott afþví ég steingleymdi að taka með mér undirdýnuna mína (Haffi reyndar líka) og að sofa beint ofan á grjótharðri jörðinni með steinana að stingast í bakið á manni var langt frá því að vera þægilegt, ég veit ekki hvað ég vaknaði oft yfir nóttina til að snúa mér. Það hjálpaði samt að Bretarnir í næsta tjaldi byrjuðu að syngja "Bananas in pajamas" og sungi mig í svefn.
Við vöknuðum svo um 7 leitið á föstudaginn og hófum að gera okkur klára í að fara af stað, gengum frá tjaldinu í pokann og inn í bíl og ég lagði síðan bílnum til hliðar. Og já, ég gleymdi að minnast á það að Jói (sem ætlaði að koma með okkur uppí Landmannalaugar og taka svo bílin til baka) veiktist, svo planið breyttist í að skilja bílinn eftir og að ég og Stinni myndum renna eftir honum á bílnum hans á mánudagskvöldið. Þetta reyndist þó vera lán í óláni. Ca. hálf-10 lögðum við svo af stað í gönguna.
Gangan gekk vel til að byrja með, yfir hraunið fyrir ofan Landmannalaugar og upp að Brennisteinsöldu, en þegar við vorum komnir svona um það bil hálfa leið upp fjallið var honum Stinna orðið svo óglatt að hann varð að stoppa. Við biðum það í dágóða stund meðan hann reyndi að jafna sig en Stinni ákvað svo að snúa við, svo við héldum áfram 3 og Stinni tók bíllyklana og snéri til baka.
Hvað restina af þeim degi varðar þá var nú ekki mikið meira merkilegt sem gerðist. Við vorum komnir upp í Höskuldarskála á Hrafntinnuskeri klukkan 1, stoppuðum þar í hálftíma og héldum svo áfram. Það sem bar útaf frá ferðinni í fyrra var að við þurftum núna að vaða ánna fyrir neðan stóru brekkuna á leiðinni til Álftavatns, en við gátið stiklað á steinum í fyrra. Þegar við komum svo loksins að Álftavatni um hálf 6 leitið vorum við heldur betur þreyttir og fórum strax inn í kofa og eftir að hafa fengið okkur að borða fórum við frekar snemma í háttinn.
Annan daginn á göngu tókum við því rólega um morguninn, en lögðum þó af stað í kringum korter í 10, sem er þónokkuð betra en í fyrra þegar við vorum yfirleitt að leggja af stað í kringum hádegi. Við þurftum síðan að vaða Bratthálskvísl sem var önnur á sem við gátum stiklað yfir í fyrra. Eftir örstutt klósett stopp í Hvanngili héldum við áfram yfir göngubrúnna yfir Kaldaklofshvísl (þetta finnst mér alveg mögnuð nafngift, þar sem ef hún er vaðin nær hún ca. í klofhæð ).
En svo gerðist það rétt eftir að við fórum þar yfir að fram úr okkur tók sprettari á harðahlaupum. Það var þá fremsti maður í Laugervegsmaraþoninu sem stóð yfir þennan laugardag. Okkur fannst hálf ótrúlegt að hann skildi ná okkur þarna. Þeir lögðu af stað frá Landmannalaugum klukkan 9 og fyrsti maður náði okkur við Kaldaklofshvísl klukkan 11:20. Og svo fylgdu tveir aðrir stuttu á eftir sem hlupu með gusugangi yfir Bláfjallakvísl. Síðan tóku nokkrir fleiri hlauparar framhjá okkur á meðan við óðum ánna. Maraþonið setti skemmtilegan brag á daginn, og braut þónokkuð upp gönguna yfir eyðimörkina sem Mælifellssandur annars er.
Ekki gerðist mikið meira merkilegt á þessari leið og náðum við niður í Botna um 3 leitið. Það var skemmtilegt að mæta þetta snemma niður í skálan, og við sluppum við þokuna sem fór að færast yfir um 5 leitið. Hann var fullur af fólki, mest aðrir Íslendingar að sem voru líka að ferðast í litlum hópum, svo það skapaðist skemmtileg skálastemming og við spjölluðum saman um daginn og veginn og spiluðum spil.
Daginn eftir lögðum við snemma af stað til Þórsmerkur, enda þurftum við að ná í rútuna frá Húsadal klukkan 15:30. Við vorum komnir á fætur klukkan 7 og lagðir af stað klukkan 8. Það var mikil þoka þegar við lögðum af stað svo skyggnið var ekki gott, og það var frekar kalt svo ég fór í flíspeysuna mína. Ég hefði nú getað sagt mér að það væri slæm hugmynd afþví ég veit að ég hitna svo mikið þegar ég er að hreyfa mig, enda var ég að kafna eftir að við vorum búnir að ganga ca. 500-1000m svo ég kom mér úr henni. Síðan tók þokunni að létta þegar við gengum niður að brúnni yfir Emstruna. Það er alveg magnað að fara þar yfir. Staðsetningin á brúnni er alveg hreint ótrúleg og eins og stendur réttilega í laugarvegsbæklingnum þá byggja engir svona brú nema snillingar.
Eftir að þokunni létti tók við þægileg og skemmtileg ganga, enda má segja að fjórða dagleiðin sé sú skemmtilegasta. Eini vegatálminn á þessari leið er Þröngá, jökulá sem þarf að vaða. Hún var kominn í allt annan farveg en hún var í þegar við fórum þetta í fyrra, svo við eyddum smá tíma í leita að góðu vaði. Á endanum ákváðu Haffi og Maggi að fara krókaleið yfir til að reyna að fara yfir hana þar sem hún var sem straumminnst. Ég hinsvegar nennti því ekki og óð beint yfir , sem tókst bara alveg áfallalaust, og ég var mikið fljótari yfir .
Við vorum svo langt á undan áætlun þegar þangað var komið að við ákváðum að taka því bara rólega síðasta spölin í gegnum Hamraskóg, og komum við niður í Húsadal eitthvað í kringum 14:00. Við tókum því þá bara rólega, fengum okkur samloku og vöflu í kaffihúsinu og lögðumst síðan í grasið og sóluðum okkur þangað til rútan kom.
Og þá kom heldur betur babb í bátinn. Rútan var alltof lítil. Það var svo mikið af fólki þarna að fara heim, að hluta til útaf maraþoninu daginn áður, að það var engan veginn pláss fyrir alla. Svo það var kölluð til önnur rúta, en enn var fullt af fólki eftir. Það var mikið þrætt um rútupláss, og hjá einum hóp af fyrirmyndar íslenskum ungmennum brutust næstum því út slagsmál. Reyndar þá hefðu rútubílstjórarnir mátt stýra þessu aðeins betur. Megnið að vandamálunum sköpuðust afþví að sumir byrjuðu á því að ganga frá farangrinum á meðan aðrir byrjuðu á því að fara upp í rúturnar að taka frá sæti. Síðan stóð fólk uppi með farangurinn inni í rútunni en ekkert sætispláss og aðrir með sæti í rútunni en ekkert farangurspláss. Bílstjórarnir hefðu átt að stýra fólki í annaðhvort að byrja að ganga frá farangrinum eða ná sér í sæti.
En þetta endaði þannig fyrir okkur að pokarnir okkar voru komnir inn í eina rútuna og bara eitt sæti laust í henni. Svo Maggi fór með rútunni þar sem pabbi hans var að koma að ná í hann á Hvolsvelli. Hann tók líka farangurinn og lét Stinna fá hann, sem fór líka uppá Hvolsvöll. Ég og Haffi biðum svo í 2 klukkutíma í viðbót þangað til að rútan kom aftur.
Við hittum síðan Stinna uppá Hvolsvelli einhverntímann um 8 leitið og fengum okkur að borða á Hlíðarenda.
Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri og úti er ævintýri.
Mikið var að maður kláraði þetta, ég byrjaði á þessari færslu á mánudaginn eftir gönguna, svo er þetta búið að vera að veltast um hjá mér í tvær vikur. En það er loksins búið, svo njótið þið sem kíkið hérna inná.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 10:55
Skógfellsvegur
Jæja, ég skrifaði nú aldrei neitt hérna um Transformers eins og ég ætlaði að gera, ég fór þó inná og skrifaði smá en kláraði það aldrei. En til að skrifa eitthvað um þessa mynd þá kom hún mjög á óvart.
Þegar ég fór inn á hana átti ég ekki von á neinu svakalegu, átti vona á allt í lagi Sci-fi hasarmynd. Hins vegar eftir að hafa séð hana held ég að þetta eigi eftir að verða stórmynd sumarsins, hún var það góð. Og ég mæli með henni við hvern sem er þegar hún kemur loksins í almenna sýningu í ágúst.
En að efni titilsins.
Í gær gekk ég Skógfellsveg með Andra og Stinna. Þessi leið liggur á milli Grindavíkur og Voganna og er ca. 15 km. Þetta var mjög skemmtileg ganga og ætti að vera ágætis undirbúninur fyrir Laugarveginn næstu helgi. Það er verst hvað ég er að verða slæmur í vinstri fætinum, það er eins og ég hafi tognað eða eitthvað efst á lærinu. Ég vona að það fari ekki með mig næstu helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 14:41
Harðsperrur
Nú eru liðnir 3 dagar síðan við Andri, Kristinn og ég gengum á Esjuna og maður er ennþá með harðsperrur. Þetta kennir manni að teygja almennilega eftir svona áreynslu . Ég var ekkert að pæla voðalega í að skóa mig vel og var í einhverjum örþunnum sokkum. Enda var ég launaður fyrir það með hælsæri á báðum fótum, þetta á vinstra fætinum það stórt að það hélt mér frá því að fara á toppinn . Ég var þó kominn upp í næstefstu stöðina, átti bara eftir klifrið í klettunum efst á toppnum.
Svo daginn eftir fór ég að rölta í Heiðmörkinni með Andra, sem var heldur þægilegri ganga en bröltið uppá Esjuna. Maður verður að vera duglegur að hreyfa sig eitthvað núna, ná upp smá þoli, það eru bara 7 dagar til stefnu þangað til við förum Laugarveginn. Mig er farið að dauðkvíða yfir að þurfa ganga fyrstu tvær dagleiðirnar á einum degi í því formi sem ég er í núna.
Ég held ég skelli mér uppí Heiðmörk og gangi einn hring á eftir. En fyrst er að fara á Transformers Nexus forsýninguna . Ég skrifa kannski eitthvað um hana á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 10:21
Die Hard 4.0
Ég hef nú ekki verið alveg sá duglegasti að færa inn hérna síðustu viku .
En best að bæta úr því.
Við Kristinn ætluðum að ganga á Esjuna í gærkvöld, en það varð ekkert úr því þegar það byrjaði að rigna um kvöldið svo við ákváðum að fresta því um eitt kvöld ef veður leyfir. Og kannski kemmst Andri með í kvöld.
En þá að titlinum. Fyrst það varð ekkert af Esjuferðinni þá skelltum við okkur á Die Hard 4.0 í staðinn.
Mér fannst myndin standa fram úr vonum. Maður fór á hana með hálfum hug, átti von á að hún yrði frekar útþynnt, verandi fjórða myndin í röðinni, að ekki sé minnst á að setja 4.0 aftan við frekar en bara 4. En Bruce Willis stóð alveg fyrir sínu, og átti myndin alveg sinn stað sem ein af betri myndunum í seríunni og maður vonast til að 5. myndin verði gerð ef hún tekst svona vel til. Það væri gaman að sjá Justin Long aftur í henni. Og svo er alltaf gaman að sjá Kevin Smith í mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 14:45
Sumarið planað
Jæja, þá erum við vinirnir eiginlega búnir að plana sumarið.
Sunnudaginn 8. ætlum við að ganga leiðina á milli Voga og Grindavíkur. Síðan verður næsta helgi (14.-15.) tekin í að ganga Laugarveginn aftur. Og svo loksins eftir það ætlum við að ganga Fimmvörðuhálsinn helgina 21.-22.
Þetta verður ekkert smá göngusumar, maður verður að fara að fara út að ganga og koma sér í eitthvað gönguform aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2007 | 15:17
Afhverju þarf alltaf að gera fyrirsagnir >.
Maður er búinn að koma sér aðeins betur inn í vinnuna hérna en þó á ég enn í smá vandræðum með að muna nákvæmlega hvað átti að gera við öll skjölin sem koma hérna í gegn.
Núna er ég búinn að sitja hérna einn í tvo klukkutíma og ekkert búið að gerast (nema að auðvitað hringdi síminn meðan ég var á klóinu ).
Það hefur nú svosem ekki mikið gerst síðan ég skrifaði síðast. Við erum enn að koma okkur fyrir (ég verð að fara að taka fötin upp úr ferðatöskunni ). Ég keypti jú reyndar loksins Gamecube fjarstýringu, svo ég get loksins spilað Metroid og Fire Emblem. Ég greip með nýja Mario fótboltaleikinn á Wii-ið og hann er að reynast vel.
Svo er ég að pæla í því að hjóla niður í Hafnarfjörðinn eftir vinnu og kíkja á frænda minn sem var að eignast barn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 00:02
Fyrsta "alvöru" færslan ;)
Við erum búnir að koma okkur aðeins betur fyrir hérna í nýju íbúðinni minni, ég held ég fari og taki nokkrar myndir og hlaði þeim upp hérna.
Annars finnst mér ég vera að ná betri tökum á vinnunni, þó að mér finnist ég stundum vera að gera frekar lítið þarna síðan ég kláraði bakfærslurnar. En vonandi fer að verða meira að gera hjá mér fljótlega, sem það ætti að gera þar sem ég er að fara að taka við Navision bókhaldinu.
Ég er líka mjög ánægður með sundið á morgnanna, og ég kom sjálfum mér frekar á óvart með það hvað ég er að synda. Maður hefur ekki synt í nokkur ár, og er kominn í mjög slæmt form en ég er búinn að bæta mig um 250 metra á viku.
Svo er ég loksins kominn með mótorhjólið aftur, og kom hjólandi frá Grindavík. Það er líka alveg þetta frábæra veður fyrir að hjóla. Eitthvað annað en hvernig þetta var á Siglufirði . Hrannar bróðir hjálpaði mér með það og skipti um olíusíu fyrir mig. Ég veit ekki hvað ég gerði varðandi bíla og mótorhjólamál án hans .
P.S. Umferðastýrð ljós eru heimsk . Þau skynja ekki mótorhjól, svo ég neyddist til að fara yfir á rauðu hérna fyrir neðan lindahverfin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 10:09
Fyrsta færslan
Jæja, best að prufa þetta blog dæmi
Sjáum til hversu duglegur maður verður að færa inn á þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)